BRENTFORD nýtti ekki tækifæri til að komast í efsta sæti ensku 2. deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið tapaði, 3:1, fyrir Cardiff á útivelli. Brentford er áfram í þriðja sætinu og Stoke er í öðru sæti, stigi ofar og með leik til góða.
BRENTFORD nýtti ekki tækifæri til að komast í efsta sæti ensku 2. deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið tapaði, 3:1, fyrir Cardiff á útivelli. Brentford er áfram í þriðja sætinu og Stoke er í öðru sæti, stigi ofar og með leik til góða. Ívar Ingimarsson og Ólafur Gottskálksson léku allan leikinn með Brentford. Lið þeirra hefði getað tapað stærra því Cardiff fékk vítaspyrnu undir lokin en skotið var í þverslána.