Al-Zawahri
Al-Zawahri
AFGANSKAR hersveitir hafa hafið umfangsmiklar aðgerðir til að umkringja fjallavirkið Tora Bora, suður af Jalalabad, þar sem talið er að Osama bin Laden kunni að vera í felum.
AFGANSKAR hersveitir hafa hafið umfangsmiklar aðgerðir til að umkringja fjallavirkið Tora Bora, suður af Jalalabad, þar sem talið er að Osama bin Laden kunni að vera í felum. Fjármálastjóri bin Ladens féll í loftárásum bandarískra herflugvéla og nánasti aðstoðarmaður bin Ladens særðist eða féll.

Um eitt þúsund afganskir hermenn héldu til fjalla í austurhluta landsins þar sem virkið Tora Bora er grafið inn í fjallshlíð. Haji Mohammad Zaman, hershöfðingi í Nangarhar-héraði, sagði aðgerðina miða að því að umkringja virkið, og einnig beinast gegn stuðningsmönnum bin Ladens, og hefði komið til stuttra átaka við þá í gær.

Zaman sagði ennfremur að Egyptinn Ayman al-Zawahri, næstráðandi bin Ladens í al-Qaeda-samtökunum, hefði særst og ef til vill fallið í loftárásum Bandaríkjamanna á svæðið í grennd við Tora Bora á mánudag, og fjármálastjóri bin Ladens, Ali Mahmud, hefði fallið.

Jalalabad. AFP.