TVÆR aukasýningar verða á leikritinu Vilja Emmu eftir David Hare í Þjóðleikhúsinu. Sýningarnar eru í kvöld, og föstudaginn 28. desember. Leikritið var frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins 15. september sl.
TVÆR aukasýningar verða á leikritinu Vilja Emmu eftir David Hare í Þjóðleikhúsinu. Sýningarnar eru í kvöld, og föstudaginn 28. desember.

Leikritið var frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins 15. september sl. Verkið fjallar um leikkonuna Esme Allen sem þarf að takast á við örlagaríkar breytingar í lífinu. Leikarar eru Kristbjörg Kjeld, Elva Ósk Ólafsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson, Hjalti Rögnvaldsson, Þóra Friðriksdóttir og Bjarni Haukur Þórsson.