The Chemical Brothers í stuði.
The Chemical Brothers í stuði.
RAFDÚETTINN Chemical Brothers gefur út sína fjórðu breiðskífu snemma á næsta ári og mun hún kallast Come With Us .
RAFDÚETTINN Chemical Brothers gefur út sína fjórðu breiðskífu snemma á næsta ári og mun hún kallast Come With Us. Þeir félagar spila "danstónlist fyrir þá sem hlusta ekki á danstónlist" að mati gárunganna og eru vissulega ein fárra rafsveita sem komist hafa til metorða í meginstraumnum, án þess að glata virðingunni.

Á plötunni njóta efnabræður m.a. aðstoðar Richard Ashcroft og Beth Orton.

Síðasta plata, Surrender, seldist í ríflega tveimur milljónum eintaka, en þessi nýja mun hoppa inn í búðir 29. janúar næstkomandi. Smáskífan "Star Guitar" mun koma út tveimur vikum áður.