ÉG GET ekki orða bundist eftir að hafa lesið viðtal við spengilega stúlku sem vann í íþróttakeppninni Hreysti í Keflavík.
ÉG GET ekki orða bundist eftir að hafa lesið viðtal við spengilega stúlku sem vann í íþróttakeppninni Hreysti í Keflavík. Samkvæmt viðtalinu þarf hún, til að ná árangri í líkamsræktinni, að raða í sig kræsingum eins og fiski, kjúklingi og jafnvel grænmeti! Mat sem verðsins vegna er sjaldséður á borðum almennings. Enda viðurkennir stúlkan að matarkostnaðurinn sé ansi mikill. Hvernig ætli Hreystimennin hafi efni á þessu? Já, það er hátíðarborð hjá vaxtarræktarfólki. Aftur á móti er maturinn hjá okkur hinum - hvorki fugl né fiskur!

Laugarnesbúi.