AÐVENTUKVÖLD verður í Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd fimmtudagskvöldið 6. desember og hefst það kl. 20.30.
AÐVENTUKVÖLD verður í Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd fimmtudagskvöldið 6. desember og hefst það kl. 20.30.

Hópur barna úr Valsárskóla sýnir helgileik um fæðingu frelsarans, kór kirkjunnar aðstoðar dyggilega með söng undir stjórn Hjartar Steinbergssonar organista. Kórinn syngur einnig jólalög í nýjum útsetningum Hjartar. Söngvarar úr Gospelkór Húsavíkurkirkju syngur trúarlög. Börn úr kirkjuskólanum taka lagið og að lokum flytja fermingarbörn helgileik "Gefum þeim ljós". Í lok hans fá öll börnin í kirkjunni ljós í hendur.