Sigurbjörg Þráinsdóttir, Dagný Þrastardóttir og Þröstur Kristófersson.
Sigurbjörg Þráinsdóttir, Dagný Þrastardóttir og Þröstur Kristófersson.
TÆKJA- og tölvubúðin var opnuð á nýjum stað í Ólafsvík nýlega. Áður var verslunin í um 30 fm leiguhúsnæði í austurenda Ólafsbrautar 19 en var flutt um set og er nú í 120 fm sal sem verslunin Vík var áður í, en rekstri þeirrar verslunar hefur verið hætt.
TÆKJA- og tölvubúðin var opnuð á nýjum stað í Ólafsvík nýlega. Áður var verslunin í um 30 fm leiguhúsnæði í austurenda Ólafsbrautar 19 en var flutt um set og er nú í 120 fm sal sem verslunin Vík var áður í, en rekstri þeirrar verslunar hefur verið hætt.

Þröstur Kristófersson á og rekur Tækja- og tölvubúðina ásamt fjölskyldu sinni og sagði hann að þau hefðu opnað verslunina og verkstæði á gamla staðnum 3. febrúar á þessu ári og fljótlega hefði komið í ljós að rýmið var alltof lítið. Greinileg þörf var fyrir aðila sem gerir við og uppfærir tölvur.

Samhliða tölvusölunni og viðgerðum hefur Tækja- og tölvubúðin boðið upp á geisladiska, hljómtæki, forrit og nánast allt sem hægt er að tengja við tölvur auk þess sem verslunin hefur verið umboðsaðili Símans og þar af leiðandi boðið upp á allskonar símtæki og búnað þeim tengdum.

Frá upphafi hefur Tækja- og tölvubúðin selt vörur frá Bræðrunum Ormsson og þannig getað boðið upp á mikið úrval af skrifstofutækjum. Nú þegar verslunin er komin í eigið húsnæði og miklu stærra er ætlunin að auka við vöruúrvalið og fyrst um sinn er lögð áhersla á aukið úrval af sjónvörpum og heimabíókerfum.