Áheyrendur réðu sér ekki fyrir kæti.
Áheyrendur réðu sér ekki fyrir kæti.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
SÍÐASTLIÐINN föstudag voru haldnir tónleikar í félagsmiðstöðinni Tónabæ, með það að markmiði að safna fé fyrir tónleikaaðstöðu þar.
SÍÐASTLIÐINN föstudag voru haldnir tónleikar í félagsmiðstöðinni Tónabæ, með það að markmiði að safna fé fyrir tónleikaaðstöðu þar. Tónabær á sér langa sögu sem uppeldisstöð rokk- og poppsveita en Músíktilraunir Tónabæjar hafa sem kunnugt er verið haldnar þar frá árinu 1983. Fram komu hljómsveitirnar Sign, Noise, Dice, Coral, Streymi og Billarnir; allt saman ungar sveitir og efnilegar.