Barnakór og kirkjukór Útskálakirkju sungu við tendrun jólaljósanna.
Barnakór og kirkjukór Útskálakirkju sungu við tendrun jólaljósanna.
FJÖLDI fólks var viðstaddur þá hátíðlegu stund er kveikt var á ljósum jólatrésins við Grunnskóla Sandgerðis í fyrrakvöld. Athöfnin var á afmælisdegi Sandgerðis.
FJÖLDI fólks var viðstaddur þá hátíðlegu stund er kveikt var á ljósum jólatrésins við Grunnskóla Sandgerðis í fyrrakvöld. Athöfnin var á afmælisdegi Sandgerðis.

Að loknu ávarpi Óskars Gunnarssonar, forseta bæjarstjórnar, kveikti Margrét Rós Ægisdóttir, sex ára, á jólaljósunum á trénu sem er það stærsta sem sett hefur verið upp á staðnum.

Nýstofnaður barnakór Hvalsneskirkju söng ásamt kirkjukórnum nokkur jólalög undir stjórn Pálínu Skúladóttur og að venju komu jólasveinar með góðgæti í pokum sínum.

Mikið er um jólaskreytingar í bænum og lífgar það upp á umhverfið og léttir skammdegið.