FJÓRAR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Gerðaskóla en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Enginn sótti um stöðu aðstoðarskólastjóra en einn umsækjendanna um skólastjórastöðuna sótti um þá stöðu til vara.
FJÓRAR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Gerðaskóla en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Enginn sótti um stöðu aðstoðarskólastjóra en einn umsækjendanna um skólastjórastöðuna sótti um þá stöðu til vara. Umsóknirnar verða kynntar á hreppsnefndarfundi í dag. Stöðurnar voru auglýstar eftir að núverandi skólastjóri og aðstoðarskólastjóri sögðu upp störfum vegna óánægju með áhrif síðustu kjarasamninga skólastjóra og sveitarfélaganna. Höfðu þeir í för með sér launalækkun.

Skólastjórinn lætur af störfum um áramót og aðstoðarskólastjórinn þí lok febrúar.

Umsóknirnar verða kynntar á hreppsnefndarfundi í Garði í kvöld. Sigurður Jónsson sveitarstjóri telur að í hópi umsækjenda séu álitlegir kostir. Hann reiknar þó ekki með að ákveðið verði með ráðningu í dag, umsóknirnar fari væntanlega fyrst til umfjöllunar í skólanefnd.