Mikil hátíðarhöld verða í fæðingarbæ Walt  Disney í dag.
Mikil hátíðarhöld verða í fæðingarbæ Walt Disney í dag.
FÁIR hafa haft jafnmikil áhrif á dægur- og afþreyingarmenningu heimsins og Walter Ellias Disney, betur þekktur sem Walt Disney.
FÁIR hafa haft jafnmikil áhrif á dægur- og afþreyingarmenningu heimsins og Walter Ellias Disney, betur þekktur sem Walt Disney. Með teikningum sínum af Andrési Önd, Mikka mús og félögum þeirra, teiknimyndum eins og Mjallhvíti og dvergunum sjö og kvikmyndum á borð við Mary Poppins, að ekki sé minnst á Disney-garðana frægu, hefur þessi maður og skemmtanaveldið sem hann kom á fót glatt hjörtu milljóna í gegnum tíðina.

Í dag eru liðin nákvæmlega hundrað ár frá því að þessi áhrifamikli maður fæddist í bænum Marceline í Missouri-ríki en Disney lést árið 1966.

Afmælisins verður minnst á táknrænan hátt í Disneylandi í Kaliforníu og í Disney World í Florida. Einnig verður mikið um hátíðarhöld í heimabæ hans þar sem verður m.a. boðið upp á ferðir í skólann sem Disney gekk í og myndatöku fyrir framan tré eitt þar sem Disney sat löngum stundum sem drengur og lét sig dreyma.