Sigurbjörn Einarsson
Sigurbjörn Einarsson
Um landið hér - Orð krossins við aldahvörf er eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og geymir nýlegar ræður hans, greinar og ljóð. Í kynningu segir m.a.: "Í bókinni skrifar hann um kjarna kristinnar trúar, skýrt og skorinort sem fyrr.
Um landið hér - Orð krossins við aldahvörf er eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og geymir nýlegar ræður hans, greinar og ljóð.

Í kynningu segir m.a.: "Í bókinni skrifar hann um kjarna kristinnar trúar, skýrt og skorinort sem fyrr. Hann skoðar öll mál frá nýjum sjónarhornum sem hvíla á traustum grunni. Fjallað er um efni á borð við sköpunina, upprisuna, þjáninguna, siðaboðskap trúarinnar, uppeldi, þanka á þúsaldarmorgni, kirkju og þjóð. Kristni á Íslandi í þúsund ár er efst í huga höfundar og það sem trúin hefur fært landi og þjóð á umliðnum öldum."

Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er 260 bls. Verð: 3.490 kr.