Í Mánaljósi - ævintýri Silfurbergþríburanna , er eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Í hvítu höllinni við Gullvogastræti búa þríburarnir Íris Ína, Ísabella og Júlíus hjá foreldrum sínum.
Í Mánaljósi - ævintýri Silfurbergþríburanna , er eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.

Í hvítu höllinni við Gullvogastræti búa þríburarnir Íris Ína, Ísabella og Júlíus hjá foreldrum sínum. Þar hafa þau allt sem tólf ára börn geta óskað sér nema hamingjusamt fjölskyldulíf. Á meðan filippseyska húshjálpin Rósalinda fer suður á bóginn í frí eru þríburarnir sendir sumarlangt til ömmusystur sinnar í Kaupmannahöfn. Þar er heimilishaldið eins ólíkt lífinu í Gullvogastræti og hugsast getur og ævintýrin aldrei langt undan.

Fyrir síðustu bók sína, Móa hrekkjusvín, hlaut Kristín Helga m.a. Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur.

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 217 bls., prentuð í Odda hf. Jean Posocco myndskreytti og hannaði kápu. Verð: 2.490 kr.