Andinn í Miklaskógi er þriðja bókin um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson. Aldrei er fallegra um að litast í Álfheimum en á sumarsólstöðum þegar litbrigði Sólfossa speglast í Fagravatni.
Andinn í Miklaskógi er þriðja bókin um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson.

Aldrei er fallegra um að litast í Álfheimum en á sumarsólstöðum þegar litbrigði Sólfossa speglast í Fagravatni. Þá sjón vill Benedikt búálfur sýna Dídí vinkonu sinni úr mannheimum. En Dídí hefur um annað að hugsa, það er eins og jörðin hafi gleypt litla bróður hennar og Benedikt kemur eins og kallaður til að hjálpa henni að leita hans. Sú leit snýst brátt upp í mikla ævintýraför á hættulegar slóðir í Álfheimum þar sem Benedikt, Dídí og Daði dreki sýna öll mikinn hetjuskap.

Benedikt búálfur og vinir hans eiga líka heimasíðu: www.alfheimar.is.

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 40 bls., prentuð í Gutenberg. Ólafur Gunnar Guðlaugsson teiknaði myndir og hannaði kápu. Verð: 1.890 kr.