ÞESSI skemmtilega mynd var tekin í deildarleik ÍR og Þórs Ak. í handknattleik í Austurbergi sl. föstudag. ÍR-ingar hafa myndað múr fyrir framan Aigars Lazdins, leikmann Þórs, er hann tekur aukakast.
ÞESSI skemmtilega mynd var tekin í deildarleik ÍR og Þórs Ak. í handknattleik í Austurbergi sl. föstudag. ÍR-ingar hafa myndað múr fyrir framan Aigars Lazdins, leikmann Þórs, er hann tekur aukakast. Í múrnum eru Einar Friðrik Hólmgeirsson, Tryggvi Haraldsson, Júlíus Jónasson, þjálfari, Erlendur Stefánsson, Kristinn Björgúlfsson og Kári Marís Guðmundsson, fyrirliði ÍR-inga, sem fögnuðu sigri 35:31. Fyrir aftan múrinn stóð leikmaður nr. 99, markvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson.