Óli í Brattagili er eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Óla litla í Brattagili langar upp á fjall og renna sér á flugaferð alla leið niður á tún á sleðanum sínum.
Óli í Brattagili er eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur.

Óla litla í Brattagili langar upp á fjall og renna sér á flugaferð alla leið niður á tún á sleðanum sínum. Það er mikið hættuspil fyrir lítinn dreng, enda aldrei að vita nema tröll séu á kreiki í fjöllunum. Óli laumast af stað þótt pabbi og mamma banni honum það og hann lendir í miklum háska.

Þetta er þriðja bók Jóhönnu þar sem saga og ljóð vinna saman í ævintýri handa litlum börnum.

Útgefandi er Salka. Bókin er 37 bls., prentuð í Gutenberg. Jean Antoine Posocco myndskreytti. Verð: 1.980 kr.