Insjallah - á slóðum Araba er eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur . Hér segir af dvöl höfundar í Egyptalandi og Sýrlandi undanfarin ár. Í kynningu segir m.a.: ""Insjallah" var eitt af fyrstu orðunum sem Jóhanna Kristjónsdóttir lærði í arabísku.
Insjallah - á slóðum Araba er eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur . Hér segir af dvöl höfundar í Egyptalandi og Sýrlandi undanfarin ár.

Í kynningu segir m.a.: ""Insjallah" var eitt af fyrstu orðunum sem Jóhanna Kristjónsdóttir lærði í arabísku. Það merkir "ef Guð lofar" og arabar hnýta þessu orði gjarnan aftan við allt sem þeir segja. Jóhanna tók sig upp frá Íslandi fyrir nokkrum árum og hóf nám í arabísku, fyrst í Egyptalandi og síðan Sýrlandi. Smám saman kynnumst við fólkinu í þessum fjarlæga heimshluta, samfélagi þess, daglegu lífi og siðum."

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 277 bls., prentuð í Odda. Kápuhönnun: GIH. Verð: 4.490 kr.