FLUTNINGASKIP tók niðri á leið út úr Grindavíkurhöfn í gærkvöldi. Það losnaði af eigin rammleik og enginn leki kom að skipinu, en til öryggis fylgdi björgunarbátur björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík skipinu áleiðis til Reykjavíkur.
FLUTNINGASKIP tók niðri á leið út úr Grindavíkurhöfn í gærkvöldi. Það losnaði af eigin rammleik og enginn leki kom að skipinu, en til öryggis fylgdi björgunarbátur björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík skipinu áleiðis til Reykjavíkur. Björgunarbátur björgunarsveitarinnar í Sandgerði tók við á móts við Sandgerði og fylgdi skipinu áfram til Reykjavíkur, en það var væntanlegt þangað í nótt.

Flutningaskipið er erlent og heitir Green Snow og er um 95 metra langt. Það var að lesta frosna síld í Grindavík og átti síðan að halda til Reykjavíkur.