STÚLKURNAR tvær, sem lögreglan í Keflavík lýsti eftir í fyrradag, eru komnar fram heilar á húfi. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík komu stúlkurnar fram laust fyrir klukkan sex í gær og amaði ekkert að þeim.
STÚLKURNAR tvær, sem lögreglan í Keflavík lýsti eftir í fyrradag, eru komnar fram heilar á húfi.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík komu stúlkurnar fram laust fyrir klukkan sex í gær og amaði ekkert að þeim. Höfðu þær haldið til einhvers staðar í Reykjavík.

Stúlkurnar eru báðar fæddar árið 1986 og hafði þeirra verið saknað frá því á laugardagskvöldið klukkan 20.