Þjófur og ekki þjófur er fyrsta bók Draumeyjar Aradóttur. Þar segir frá Birtu sem er tólf ára stelpa í Reykjavík og vinum hennar á ýmsum aldri. Í upphafi sögunnar er Birta hálfleið.
Þjófur og ekki þjófur er fyrsta bók Draumeyjar Aradóttur.

Þar segir frá Birtu sem er tólf ára stelpa í Reykjavík og vinum hennar á ýmsum aldri. Í upphafi sögunnar er Birta hálfleið. Hún veit ekki að á næsta leiti er viðburðaríkasta vor sem hún hefur lifað. Vorið sem hún kynnist Vöku, Gretti og íbúum Bláhallar, lendir í útistöðum við Egil endalausa og sér bekkjarbræður sína í nýju ljósi. Raunar skiptast á skin og skúrir þessa vormánuði þegar Birta er tólf ára en hún kemst að því að allt hefur sínar ástæður og ef maður þekkir þær má kippa flestu í liðinn.

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 155 bls., prentuð í Svíþjóð. Helgi Sigurðsson myndskreytti og gerði kápu. Verð: 1.990 kr.