PABLO Ravenna er ungur strákur frá Argentínu sem vakið hefur heimsathygli fyrir góða tækni við spilaborðið. Hann er hér í suður sem sagnhafi í þremur gröndum, en spilið kom upp á HM yngri spilara í Brasilíu: Vestur gefur; enginn á hættu.
PABLO Ravenna er ungur strákur frá Argentínu sem vakið hefur heimsathygli fyrir góða tækni við spilaborðið. Hann er hér í suður sem sagnhafi í þremur gröndum, en spilið kom upp á HM yngri spilara í Brasilíu:

Vestur gefur; enginn á hættu.

Norður
D93
KG643
7
K1098
Vestur Austur
104 KG85
Á108 95
KD10542 963
G4 D732
Suður
Á762
D72
ÁG8
Á65

Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 grand
2 lauf * 3 tíglar ** Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
* Tígull eða hálitir.
** Yfirfærsla í hjarta (Rubensohl).

Vestur kom út með tígulkóng, sem Ravenna dúkkaði, en austur vísaði frá með níunni. Vestur skipti þá yfir í hjartatíu. Ravenna stakk upp kóng og spilaði svo aftur hjarta á drottningu, sem vestur tók og kom nú loks með spaðatíu.

Sagnhafi hefur tryggt sér átta slagi: spaðaás, fjóra á hjarta, tígulás og ÁK í laufi. Ravenna lagði spaðadrottninguna á tíu vesturs og gaf austri á kónginn. Austur spilaði auðvitað tígli og vestur fékk slag á drottninguna. Og spilaði spaða á áttu austurs og ás sagnhafa. Nú tók Ravenna tígulás og síðan öll hjörtun, en við það þvingaðist austur í spaða og laufi:

Norður
9
6
--
K10
Vestur Austur
-- G
-- --
105 --
G4 D73
Suður
7
--
--
Á65

Síðasta hjartanu er spilað í þessari stöðu og við því á austur ekkert svar.