LOFTLOKI í vél Dettifoss, flutningaskips Eimskips, bilaði undan Gróttu á Seltjarnarnesi snemma í gærmorgun og var skipið stöðvað vegna þessa. Koppalogn var undan Gróttu og því engin hætta á ferðum.
LOFTLOKI í vél Dettifoss, flutningaskips Eimskips, bilaði undan Gróttu á Seltjarnarnesi snemma í gærmorgun og var skipið stöðvað vegna þessa. Koppalogn var undan Gróttu og því engin hætta á ferðum. Haukur Már Stefánsson, forstöðumaður skiparekstrardeildar Eimskips, sagði að þar sem ljóst var að viðgerð yrði tímafrek hefði verið ákveðið að kalla út hafnsögubáta til að draga Dettifoss að bryggju í Sundahöfn enda var skipið innan hafnarsvæðisins þegar vélin bilaði.

Haukur sagði að áætlun skipsins myndi ekki raskast vegna bilunarinnar. Aðspurður sagði hann að hefði veður verið verra hefði verið hægt að sigla skipinu fyrir eigin vélarafli.

Að sögn Lúðvík Lúðvíkssonar, yfirhafnsögumanns gekk hafnsögubátunum Magna og Jötni ljómandi vel að draga Dettifoss sem er 14.664 brúttótonn og stærsta skip íslenska flotans. Skipið lagðist að bryggju við Kleppsbakka á níunda tímanum.