ARKITEKTAFÉLAG Íslands hélt aðalfund sinn 24. nóvember sl. Á fundinum voru eftirtalin kjörin í stjórn félagsins: Valdís Bjarnadóttir formaður, Stefán Örn Stefánsson ritari, sem er fráfarandi formaður, og Málfríður Klara Kristiansen gjaldkeri.
ARKITEKTAFÉLAG Íslands hélt aðalfund sinn 24. nóvember sl. Á fundinum voru eftirtalin kjörin í stjórn félagsins:

Valdís Bjarnadóttir formaður, Stefán Örn Stefánsson ritari, sem er fráfarandi formaður, og Málfríður Klara Kristiansen gjaldkeri. Úr stjórn gengu Steinar Sigurðsson og Hilmar Þór Björnsson.

"Félagsmenn AÍ eru nú 306 og eru þeir allir menntaðir erlendis. Arkitektar hafa á síðastliðnum árum lagt á það ríka áherslu að kennsla í arkitektúr verði hafin á Íslandi. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundinum:

"Aðalfundur Arkitektafélags Íslands heitir á stjórnendur Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands að láta einskis ófreistað við að ná saman um skipulag arkitektanáms í samvinnu skólanna beggja og tryggja þannig væntanlegum nemendum greinarinnar vandað og fjölbreytt nám í byggingarlist sem fyrst.

Arkitektafélag Íslands heitir fullri samvinnu við undirbúning slíks náms enda félaginu mikið kappsmál að vel verði til þess vandað og miklar væntingar við það bundnar."

Á aðalfundinum var einnig staðfest sú ákvörðun stjórnar að Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt hafi verið gerður heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands," segir í fréttatilkynningu.