Ásgeir Einarsson fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 16. nóvember.

Hann stingur stálinu í eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs. Það brakar í brennandi kolum. Í belgnum er stormahvæs. Í smiðjunni er ryk og reykur, og ríki hans talið snautt. Hann stendur við steðjann og lemur stálið glóandi rautt. Hér er voldugur maður að verki, með vit og skapandi mátt. Af stálinu stjörnur hrökkva. Í steðjanum glymur hátt. Málmgnýinn mikla heyrir hver maður, sem veginn fer. Höndin, sem hamrinum lyftir, er hörð og æðaber. Hann tignar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins.

Mig langar til að minnast góðs vinar og velgjörðarmanns Ásgeirs í Sindra.

Við Ásgeir kynntumst fyrir um 40 árum í gamla íþróttahúsinu að Hálogalandi, hann í forustusveit Handknattleiksdeildar KR en ég að stíga mín fyrstu spor í forustusveit Valsmanna.

Strax tókust með okkur góð kynni sem síðan leiddi til vinskapar, þrátt fyrir talsverðan aldursmun, enda gerði Ásgeir engan mannamun.

Síðar þegar ég var starfsmaður Vegagerðar ríkisins en hann framkvæmdastjóri Sindrasmiðjunar, þá endurnýjuðum við fyrri kynni.

Árið 1980 hóf ég störf hjá Ásgeiri í Sindra. Fáir vandalausir hafa sýnt mér og fjölskyldu minni jafn mikið vinarþel og Ásgeir. Ásgeir hafði stórt og gott hjarta, sem og allt það fólk Einars Ásmundssonar og frú Jakobínu sem ég hef kynnst.

Mig langar að kveðja þennan höfðingja með nokkrum erindum úr ljóði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Höfðingi smiðjunnar.

Hann stingur stálinu í eldinn.

Hann stendur við aflinn og blæs.

Það brakar í brennandi kolum.

Í belgnum er stormahvæs.

Í smiðjunni er ryk og reykur,

og ríki hans talið snautt.

Hann stendur við steðjann og lemur

stálið glóandi rautt.

Hér er voldugur maður að verki,

með vit og skapandi mátt.

Af stálinu stjörnur hrökkva.

Í steðjanum glymur hátt.

Málmgnýinn mikla heyrir

hver maður, sem veginn fer.

Höndin, sem hamrinum lyftir,

er hörð og æðaber.

Hann tignar þau lög, sem lífið

með logandi eldi reit.

Hann lærði af styrkleika stálsins

að standa við öll sín heit.

Hann lærði verk sín að vanda

og verða engum til meins.

Þá væri þjóðinni borgið,

ef þúsundir gerðu eins.

Hvíl þú í friði, kæri vinur.

Sigurður Sn.

Gunnarsson.

Sigurður Sn. Gunnarsson.