15. desember 2001 | Landsbyggðin | 107 orð

Anna Sv. Björnsdóttir kynnir ljóðabók sína

FYRIR skömmu efndi Anna Svanhildur Björnsdóttir til útgáfuhátíðar í Safnahúsinu á Húsavík. Þar kynnti Anna Svanhildur ljóðabók sína, Meðan sól er enn á lofti. Á hátíðinni var m.
FYRIR skömmu efndi Anna Svanhildur Björnsdóttir til útgáfuhátíðar í Safnahúsinu á Húsavík. Þar kynnti Anna Svanhildur ljóðabók sína, Meðan sól er enn á lofti.

Á hátíðinni var m.a boðið upp á söng- og ljóðlist, Hólmfríður Benediktsdóttir söng nokkur lög við undirleik Aladár Rácz og Snædís Gunnlaugsdóttir las nokkur ljóð upp úr þessari nýútkomnu ljóðabók. Að þessu loknu var boðið upp á glæsilegar veitingar sem runnu ljúflega niður við píanóundirleik Aladár Rácz.

Þetta er sjöunda ljóðabók höfundar sem gefur hana út sjálf eins og þær fyrri. Anna Svanhildur, sem hefur hlotið verðlaun fyrir ljóð sín bæði hér heima og erlendis, starfar nú sem kennari við Borgarhólsskóla á Húsavík.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.