4. janúar 2002 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Á ferðinni í 17 ár

Guðmundur Hrafnkelsson er leikreyndasti handknattleiksmaður Íslands. Hann tekur þátt í sínu ellefta stórmóti er hann leikur með landsliðinu í Evrópukeppninni í Svíþjóð, sem hefst 25. janúar. Guðmundur leikur sinn 328. landsleik gegn Noregi í kvöld og jafna
Guðmundur Hrafnkelsson er leikreyndasti handknattleiksmaður Íslands. Hann tekur þátt í sínu ellefta stórmóti er hann leikur með landsliðinu í Evrópukeppninni í Svíþjóð, sem hefst 25. janúar. Guðmundur leikur sinn 328. landsleik gegn Noregi í kvöld og jafna
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson hefur hafið sitt sautjánda ár sem landsliðsmaður í handknattleik, en hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Sovétríkjunum í Moskvu 1986.
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson hefur hafið sitt sautjánda ár sem landsliðsmaður í handknattleik, en hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Sovétríkjunum í Moskvu 1986. Aðeins einn landsliðsmaður hefur verið að lengur en Guðmundur - Sigurður Valur Sveinsson sem lék með landsliðinu á 18 ára tímabili. Fimm leikmenn léku með landsliðinu í 16 ár; Hjalti Einarsson, Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Valdimar Grímsson og Héðinn Gilsson.

Guðmundur er sá leikmaður Íslands sem hefur tekið þátt í flestum stórmótum. Hann hefur verið þátttakandi á tveimur Ólympíuleikum - í Seoul 1988 og Barcelona 1992. Hann hefur leikið í fimm heimsmeistarakeppnum, fyrst í HM í Tékkóslóvakíu 1990, þá í Svíþjóð 1993, á Íslandi 1995, í Kumamoto í Japan 1997 og í Frakklandi 2001.

Guðmundur lék í gullliðinu í B-keppninni í Frakklandi 1989 og bronsliði í B-keppninni í Austurríki 1992.

Þá er Guðmundur á leiðinni að taka þátt í sinni annarri Evrópukeppninni, sem hefst í Svíþjóð 25. janúar. Guðmundur varði mark Íslands í EM í Króatíu 2000.

Guðmundur, sem hóf handknattleiksferil sinn sem útispilari í yngri flokkum Fylkis og síðan markvörður, var í Breiðabliki er hann lék sinn fyrsta landsleik, síðan hefur hann klæðst landsliðsbúningnum sem markvörður hjá FH, Val, þýska liðinu Nordhorn og nú er hann leikmaður ítalska liðsins Pallamano Conversano.

Guðmundur, sem er 36 ára, á eftir að leika fjölmarga landsleiki til viðbótar þeim 327 sem hann hefur leikið, þar sem hann er ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna. Hann gerði t.d. tveggja ára samning við ítalska liðið sl. sumar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.