6. janúar 2002 | Barnablað | 180 orð | 7 myndir

Svörin birtast

Íslenskt barnabíó

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
REGÍNA var frumsýnd fyrir tveimur dögum og sjálfsagt mörg börn sem ætla að sjá hana. Í fyrravetur var sýnd barna- og fjölskyldumyndin Íkingút sem var mjög vinsæl. En hversu margar íslenskar barnamyndir hefur þú séð eða heyrt talað um?
REGÍNA var frumsýnd fyrir tveimur dögum og sjálfsagt mörg börn sem ætla að sjá hana. Í fyrravetur var sýnd barna- og fjölskyldumyndin Íkingút sem var mjög vinsæl. En hversu margar íslenskar barnamyndir hefur þú séð eða heyrt talað um? Þekkir þú þessar og hvað veistu um þær?

1) Þessi mynd er úr fyrstu íslensku kvikmynd-

inni fyrir börn, sem gerð var árið 1950.

Hvað heitir hún?

a) Síðasti bærinn í dalnum.

b) Ljótasta tröllið í fjallinu.

c) Fínasta álfameyjan.

2) Frá hvaða landi var strákurinn sem kallaður

var Íkingút í samnefndri kvikmynd?

a) Síberíu.

b) Kanada.

c) Grænlandi.

3) Hvað gerðist hræðilegt í lok myndarinnar

um Benjamín dúfu?

a) Baldur dó.

b) Benjamín klemmdi sig.

c) Kári fótbrotnaði.

4) Hvað heita tvíburabræðurnir sem mynd

var gerðum árið 1981?

a) Gunni og Felix.

b) Jón Oddur og Jón Bjarni.

c) Tinni og Tobbi.

5) Hvaða mjög frægur leikstjóri gerði myndina

Hin helgu vé þar sem börn eru í aðalhlutverkum?

a) Friðrik Þór Friðriksson.

b) Hrafn Gunnlaugsson.

c) Baltasar Kormákur.

6) Hér sjást Kári Gunnarsson aðalleikari og

Þorsteinn Jónsson leikstjóri við upptökur á

kvikmyndinni:

a) Fjallasýn.

b) Blómin á þakinu.

c) Skýjahöllin.

7) Þessar stelpur léku saman í mjög

vinsælli barnamynd sem heitir:

a) Upp með hendur!

b) Súkkat.

c) Stikkfrí.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.