Líttu upp, leikbróðir,
og láttu fólk þegja,
meðan eg nefni
níutigi trölla.
Öll skuluð þér standa
sem við stjaka bundin,
unz eg hef út kveðið
allra flagða þulu.
Fyrst situr Ysja
og Arinnefja,
Flegða, Flauma
og Flotsokka,
Skrukka, Skinnbrók
og Skitinkjafta,
Buppa, Blátanna
og Belgiygla.
- - -
Hrærist heimar,
hristist steinar,
vötn við leysist,
villist dísir.
Öll ódæmi
æri þursa.
Helveg troði
heimskar tröllkonur.