Hilmar Sigurðsson
Hilmar Sigurðsson
UNDIRRITAÐUR, ásamt félögum mínum í Golfklúbbnum Kili, hefur átt þess kost að kynnast Haraldi Sverrissyni og hans ágætu vinnubrögðum á undanförnum árum, en hann var formaður Kjalar frá árinu 1996-2000.

UNDIRRITAÐUR, ásamt félögum mínum í Golfklúbbnum Kili, hefur átt þess kost að kynnast Haraldi Sverrissyni og hans ágætu vinnubrögðum á undanförnum árum, en hann var formaður Kjalar frá árinu 1996-2000. Á þessum tíma hélt hann styrkri hönd um fjármál og faglega stjórn klúbbsins. Hann gerði átak í uppbyggingu klúbbstarfsins, einkum í unglinga- og félagsstarfi. Í dag á Golfklúbburinn Kjölur innan sinna raða afreksfólk í íþróttinni bæði í fullorðins- og unglingaflokkum. Með starfi sínu hefur Haraldur sýnt frábæra leiðtogahæfileika og aflað sér vinsælda meðal félaganna. Hann hefur jafnframt sýnt festu og áræðni í samningum við viðsemjendur klúbbsins, svo sem bæjarfélagið, golfsambandið og fleiri. Þekking Haraldar á bæjarmálum, víðtæk starfsreynsla hans og menntun í fjármálum og stjórnsýslu, mun verða það afl sem við þörfnumst til framtíðar í okkar bæjarfélagi. Ég hvet því alla að taka þátt í prófkjörinu hinn 9. febrúar nk. og kjósa Harald Sverrisson í forystusæti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.

Frá Hilmari Sigurðssyni viðskiptafræðingi: