ERLING Aspelund hefur verið skipaður forstöðumaður upplýsingasviðs flugfélagsins Atlanta. Hann mun hafa umsjón með samskiptum við fjölmiðla, útgáfumálum, þróun vefsvæðis og innra neti Atlanta.

ERLING Aspelund hefur verið skipaður forstöðumaður upplýsingasviðs flugfélagsins Atlanta. Hann mun hafa umsjón með samskiptum við fjölmiðla, útgáfumálum, þróun vefsvæðis og innra neti Atlanta.

Erling hefur starfað við flugmál frá árinu 1956 en fyrsta verkefni hans hjá Atlanta var stöðvarstjóri félagsins í Sádí-Arabíu árið 1993, síðar í Tyrklandi, Filippseyjum og Englandi. Frá árinu 1998 hefur hann verið yfirmaður þjálfunarmála hjá Atlanta.

Við því starfi tekur Sigurjón Þórðarson sem er að koma aftur til starfa hjá Atlanta eftir sex ára starf hjá Cargolux í Lúxemborg.

Breytingarnar taka gildi um næstu mánaðamót.