Í JANÚAR fjölgaði umsóknum lítillega hjá Íbúðalánasjóði. Fram kemur í skýrslu sjóðsins að umsóknir í janúar 2002 hafi verið 663 talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær 652.

Í JANÚAR fjölgaði umsóknum lítillega hjá Íbúðalánasjóði. Fram kemur í skýrslu sjóðsins að umsóknir í janúar 2002 hafi verið 663 talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær 652. Hafa ber í huga að umsókn eins byggingarverktaka um 30 íbúða fjölbýlishús varð þess valdandi að um aukningu var að ræða en ekki samdrátt.

Heildarvanskil við Íbúðalánasjóð nema 2 milljörðum króna, þar af eru þriggja mánaða vanskil 1,3 milljarðar króna.