NORSKA póst- og fjarskiptastofnunin hefur í hyggju að sekta fjarskiptafyrirtækið Tele2 fyrir að uppfylla ekki skuldbindingar um uppsetningu á þriðju kynslóðar farsímakerfi, en þrjú fjarskiptafyrirtæki þar í landi, sem fengu leyfi til þess að reka slík...

NORSKA póst- og fjarskiptastofnunin hefur í hyggju að sekta fjarskiptafyrirtækið Tele2 fyrir að uppfylla ekki skuldbindingar um uppsetningu á þriðju kynslóðar farsímakerfi, en þrjú fjarskiptafyrirtæki þar í landi, sem fengu leyfi til þess að reka slík kerfi, stóðu ekki við upphaflega áætlun sína. Hins vegar eru Telenor og NetCom sögð lengra á veg komin í uppsetningu á þriðju kynslóðar farsímakerfum, en Tele2 mun ekki hafa hrundið hugmyndum sínum í framkvæmd og stofnunin er sögð efast um hvort fyrirtækið hafi í raun og veru í hyggju að hefja slíkan rekstur.

Hugsanlegt er að Tele2 í Noregi, sem er dótturfyrirtæki Tele2 AB, verði sektað um 3,3-4,4 milljónir ísl. króna fyrir að upfylla ekki skuldbindingar sínar. Ekki er talið koma til greina að afturkalla leyfi Tele2 til þess að reka þriðju kynslóðar farsímakerfi, að því er fram kemur á vefsvæðinu cellular-news.com. Segir að norska fjarskipta- og samgönguráðuneytið muni hins vegar taka endanlega ákvörðun í máli Tele2.