LÚÐAN hefur verið einn vinsælasti matfiskur þjóðarinnar um árabil. Lúðuafli hefur hinsvegar farið nokkuð minnkandi á undanförnum árum og stofninn í mikilli lægð. Þó er venjulega hægt að ná sér í soðið í næstu fiskbúð eða í fiskborðum stórmarkaðanna.

LÚÐAN hefur verið einn vinsælasti matfiskur þjóðarinnar um árabil. Lúðuafli hefur hinsvegar farið nokkuð minnkandi á undanförnum árum og stofninn í mikilli lægð. Þó er venjulega hægt að ná sér í soðið í næstu fiskbúð eða í fiskborðum stórmarkaðanna. Sprökuna má elda á ótal vegu, rétt eins og allan annan fisk, en í dag er boðið upp á einfaldan rétt sem sóttur er á sjávarréttarsíðu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Þar er að finna gott úrval fiskirétta, en slóðin er www.rf.is. Verði ykkur að góðu!

Hráefni750 g lúðuflök

salt

pipar

1/4 bolli brætt smjör

1 msk. sítrónusafi

Rjómaostasósa:

250 g rjómaostur

1/3 bolli sýrður rjómi

2 msk. mjólk

2 tsk. sweet pickle relish

1 tsk. smásaxaður laukur

½ tsk. smásaxað kapers AðferðSetjið fiskinn í bitum í smurt eldfast mót og stráið salti og pipar yfir. Blandið saman sítrónusafa og smjöri og hellið yfir fiskinn. Bakið í 20 mín. við 225°C. Berið fram með rjómaostasósunni. Hrærið rjómaostinn mjúkan og blandið hinum efnunum vel saman við.