RÍKISSTJÓRNIN afgreiddi sl. þriðjudag frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög nr. 2/1995 með síðari breytingum um hlutafé í erlendum gjaldmiðli.

RÍKISSTJÓRNIN afgreiddi sl. þriðjudag frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög nr. 2/1995 með síðari breytingum um hlutafé í erlendum gjaldmiðli.

Verði frumvarpið að lögum verður fyrirtækjum gert kleift að skrá hlutafé í íslenskum hlutafélögum og einkahlutafélögum í erlendum gjaldmiðli.

Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu þar sem frumvarpið var samið er með þessu komið til móts við ábendingar sem bárust frá atvinnulífinu enda liggi frumvarp fyrir Alþingi um heimildir til að færa bókhald fyrirtækja og semja ársreikninga í erlendum gjaldmiðli.

Upphaflega var gert ráð fyrir að heimild til skráningar hlutafjár í erlendum gjaldmiðli væri á valdi fyrirtækjanna en rétt þótti að hafa heimildirnar misvíðtækar.

Þannig muni frjálslegri reglur gilda um hlutafélög sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði eða skipulegum tilboðsmarkaði. Um önnur hlutafélög muni gilda strangari reglum, þau þurfi að hafa fengið heimild ársreikningaskrár til færslu bókhalds og samningu ársreikninga í erlendum gjaldmiðlum og fullnægja ýmsum skilyrðum í því sambandi, s.s. vera með meginstarfsemi sína erlendis eða verulegan hluta viðskipta í erlendum gjaldmiðli.