Mjöll hf. hefur gert samning við Banana ehf. um heildarþrifalausn samkvæmt HACCP-kerfinu, sem felur í sér að fyrirtækið kaupir öll efni til þrifa af Mjöll.

Mjöll hf. hefur gert samning við Banana ehf. um heildarþrifalausn samkvæmt HACCP-kerfinu, sem felur í sér að fyrirtækið kaupir öll efni til þrifa af Mjöll. Efnaverkfræðingar og sérfræðingar Mjallar munu sjá um gerð þrifalýsinga og þjálfun starfsfólks hjá fyrirtækinu. Mjöll hf. er bæði með rekstur á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Bróðurpartur framleiðslu fyrirtækisins er nú á Akureyri, en þar er einnig yfirstjórn, vöruþróun, innkaup, lager og sala og markaðssetning á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum. Í Reykjavík er auk framleiðslu á ákveðnum vörutegundum átöppun, lager, dreifing og sala- og markaðssetning á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suður- og Vesturlandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.