UM 100 tonn af loðnu voru fryst hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum í gær og er það fyrsta loðnan sem þar er fryst á þessu ári.
UM 100 tonn af loðnu voru fryst hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum í gær og er það fyrsta loðnan sem þar er fryst á þessu ári. Loðnan var fryst fyrir Rússlandsmarkað en að sögn Þorsteins Magnússonar verkstjóra þykir enn ekki tímabært að hefja frystingu á Japansmarkað þar sem hrognafylling loðnunnar er aðeins um 13,5% en venjulega hefst frysting á Japan þegar hlutfallið hefur náð 15%. Von var á fulltrúum japanskra kaupenda til Eyja í gær og sagðist Þorsteinn viss um að hægt yrði að hefja frystingu á Japansloðnu á allra næstu dögum. Á myndinni má sjá Arndísi Pálsdóttur, starfsmann Vinnslustöðvarinnar, skoða sýnishorn af loðnufarminum.