Félag íslensks markaðsfólks - ÍMARK, í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, efnir nú í sextánda sinn til samkeppni um athyglisverðustu auglýsingar ársins, AAÁ-samkeppnina.

Félag íslensks markaðsfólks - ÍMARK, í samstarfi við Samband íslenskra auglýsingastofa, efnir nú í sextánda sinn til samkeppni um athyglisverðustu auglýsingar ársins, AAÁ-samkeppnina. Keppt er í 11 flokkum auk þess sem óvenjulegasta auglýsingin er valin úr öllu innsendu efni. Verðlaun verða veitt við hátíðlega athöfn á Íslenska markaðsdeginum sem haldinn verður í Háskólabíói föstudaginn 22. febrúar.

Dómnefndin sem dæmir auglýsingarnar og annað kynningarefni er skipuð 15 fulltrúum, fimm þeirra eru frá Sambandi íslenskra auglýsingastofa, þrír frá Félagi íslenskra teiknara, fimm fulltrúar eru frá ÍMARK, einn frá Orðspori, félagi textagerðarfólks, og einn frá Félagi kvikmyndagerðarmanna.

Á vefsvæði ÍMARK, imark.is, er að finna upplýsingar um Íslenska markaðsdaginn. Meginefni ráðstefnu dagsins er að þessu sinni vörumerkjasetning (e. branding) en fyrirlesarar eru Robert Poynton, John Williamson og Sigurður Helgason, markaðsmaður Norðurlanda 2001.