Þorvarður Tjörvi Ólafsson
Þorvarður Tjörvi Ólafsson
SIGRÚN Elsa Smáradóttir er kjarkmikill brautryðjandi á ýmsum sviðum stjórnmálanna. Hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti innan fræðsluráðs Reykjavíkur síðasta kjörtímabil.

SIGRÚN Elsa Smáradóttir er kjarkmikill brautryðjandi á ýmsum sviðum stjórnmálanna. Hún hefur beitt sér með eftirtektarverðum hætti innan fræðsluráðs Reykjavíkur síðasta kjörtímabil. Hún er varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og sem slík tekið þátt í að gera borgina okkar betri og mannvænlegri en hún hefur nokkurntíma verið fyrr. Um leið og við tryggjum Reykjavíkurlistanum áframhaldandi umboð til að stjórna þurfum við að veita ferskum straumum inn á hann.

Sigrún Elsa gefur kost á sér í annað sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar núna í vikunni. Sigrún Elsa er þess trausts verð og ég skora á alla þá sem vilja hag borgarinnar og hag Reykjavíkurlistans sem bestan til að taka þátt í prófkjörinu og veita Sigrúnu Elsu brautargengi með því að kjósa hana í annað sætið. Ferskleiki og kraftur einkenna Sigrúnu Elsu og öll hennar störf. Á því er alltaf þörf í stjórnmálin og því lýsi ég yfir eindregnum stuðningi við framboð hennar.

Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðinemi skrifar: