Sveit Óskars Sigurðssonar vann sveitakeppnina hjá Hreyfli Sveit Óskars Sigurðssonar sigraði í Board-A-Match-sveitakeppninni sem lauk sl. mánudagskvöld.

Sveit Óskars Sigurðssonar vann sveitakeppnina hjá Hreyfli

Sveit Óskars Sigurðssonar sigraði í Board-A-Match-sveitakeppninni sem lauk sl. mánudagskvöld. Í sveitinni spiluðu ásamt Óskari félagar hans Sigurður Steingrímsson, Daníel Halldórsson og Ragnar Björnsson.

Lokastaða efstu sveita varð annars þessi:

Óskar Sigurðsson231

Keikó219

Píparar217

Sigurður Ólafsson195

Kári Sigurjónsson190

Tólf sveitir tóku þátt í mótinu. Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu.