Bridshátíð Flugleiða, BSÍ og BR Þá er komið að fjölmennasta móti ársins, Bridshátíð Flugleiða, BSÍ og BR. Mótið verður spilað um helgina á Hótel Loftleiðum.

Bridshátíð Flugleiða, BSÍ og BR

Þá er komið að fjölmennasta móti ársins, Bridshátíð Flugleiða, BSÍ og BR.

Mótið verður spilað um helgina á Hótel Loftleiðum. Við fáum góða gesti að venju: Geir Helgemo, feðgana Paul, Jason og Justin Hackett, Bep Vriend og Anton Maas. Hjördís Eyþórsdóttir heiðrar okkur með nærveru sinni og spilarar frá Bandaríkjunum og Svíþjóð koma á eigin vegum. Síðast en ekki síst mæta allir okkar bestu spilarar, heimsmeistarar og aðrir meistarar.

Jakob Kristinsson útskýrir valda leiki á sýningartöflunni og eru bridsáhugamenn hvattir til að fjölmenna á Hótel Loftleiðir um helgina.

Skráning á www.bridge.is eða s. 587-9360 meðan húsrúm leyfir.