VÖKVATÆKI ehf. hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu á slóðinni www.vokvataeki.is "Á vefnum er hægt að nálgast allar upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess.

VÖKVATÆKI ehf. hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu á slóðinni www.vokvataeki.is

"Á vefnum er hægt að nálgast allar upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess. Einnig hefur verið opnuð spjallrás, en með henni gefst viðskiptavinum Vökvatækja og öðrum sem hafa áhuga á háþrýstum vökvakerfum og búnaði þeim tengdum kostur á að bera saman bækur sínar og miðla reynslu sinni varðandi hin ýmsu vandamál sem kunna að koma upp.

Á vefnum er einnig hægt að nálgast bæklinga á pdf-formi yfir ýmsar vörutegundir, s.s. rafmótora, gíra og fleira.

Svokallað ,,Tæknihorn" er einnig á heimasíðunni, en þar er hægt að nálgast ýmsar töflur yfir t.d. gengjur, sýnidæmi yfir tengingar og annan fróðleik, en stöðugt er bætt við nýju efni.

Einnig verða innan tíðar settar upp reiknitöflur þar sem hægt verður að reikna t.d. út straumhraða í rörum, snúningsvægi mótora, aflþörf og margt fleira.

Forsvarsmenn Vökvatækja stefna að því að byggja upp mjög öflugan vef þar sem hægt verður að nálgast ýmsar fróðlegar upplýsingar, þó aðallega sem snúa að háþrýstum vökvakerfum, vélbúnaði og vélhlutaútreikningum," segir í fréttatilkynningu frá Vökvatækjum.