ÚTNEFNDAR hafa verið auglýsingar í sextándu samkeppni Ímarks um athyglisverðustu auglýsingar ársins (AAÁ) og eru þær að venju fyrst birtar hér í Morgunblaðinu.

ÚTNEFNDAR hafa verið auglýsingar í sextándu samkeppni Ímarks um athyglisverðustu auglýsingar ársins (AAÁ) og eru þær að venju fyrst birtar hér í Morgunblaðinu. Sem fyrr er keppt í ellefu flokkum auk þess sem óvenjulegasta auglýsingin er valin úr öllu innsendu efni.

Í ár fær auglýsingastofan Gott fólk McCann-Erickson flestar tilnefningar, er útnefnd í öllum hinna 11 flokka og tvisvar í fimm þeirra, fær alls 16 tilnefningar. Þá fær Hvíta húsið 13 tilnefningar í átta flokkum, þar af eru tvær í fimm flokkum.

Fimmtán manna dómnefnd sker á næstu dögum úr um hverjir vinna til verðlauna og verða úrslitin tilkynnt á Íslenska markaðsdeginum, sem haldinn verður föstudaginn 22. febrúar.