TÖLVUKUBBAR og strikamerki verða sett á allar ruslatunnur í Reykjavík á þessu ári í tengslum við nýtt sorphirðukerfi sem innleiða á í borginni. Eftir á að merkja um 40 þúsund ruslatunnur með þessum hætti.

TÖLVUKUBBAR og strikamerki verða sett á allar ruslatunnur í Reykjavík á þessu ári í tengslum við nýtt sorphirðukerfi sem innleiða á í borginni. Eftir á að merkja um 40 þúsund ruslatunnur með þessum hætti.

Nýja sorphirðukerfið virkar þannig að íbúar láta vita af því þegar þeir vilja að sorp sé tæmt hjá þeim með þar til gerðum merkingum sem festar verða á tunnurnar. Tölvubúnaður í sorpbílum skráir svo niður hvenær tunnurnar eru tæmdar og borga íbúarnir sorphirðugjald í samræmi við fjölda losana.

Er vonast til að með þessu aukist endurvinnsla og sorpmagn minnki en samkvæmt Ríó-sáttmálanum skal stefnt að því að sorpmagn minnki um 50 prósent miðað við það sem það var árið 1991.