GUÐNI Ólafsson VE 606 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn í gærdag eftir 15.000 sjómílna siglingu frá Kína, en þar var skipið smíðað. Guðni Ólafsson VE er öflugt túnfiskveiðiskip, sem einnig er hægt að gera út á línu og net.

GUÐNI Ólafsson VE 606 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn í gærdag eftir 15.000 sjómílna siglingu frá Kína, en þar var skipið smíðað. Guðni Ólafsson VE er öflugt túnfiskveiðiskip, sem einnig er hægt að gera út á línu og net. Við komuna til Eyja í gær safnaðist mikill mannfjöldi saman á Básaskersbryggju til að fagna komu þessa glæsilega skips. Við athöfn í brú skipsins blessaði séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyjum, skipið.

Að sögn Guðjóns Rögnvaldssonar, framkvæmdastjóra Ístúns hf., eiganda skipsins, fer það til veiða eftir um þrjár vikur og þá á línu. Gert er ráð fyrir að 16-18 manna áhöfn verði á skipinu en rúm er fyrir allt að 25 menn í kojur. Skipstjóri á Guðna Ólafssyni er Sigmar Sverrisson og vélstjóri Magnús Lórensson.