FUNDUR hefst á Alþingi í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 10.30. Stærsta og viðamesta dagskrármálið er frumvarp iðnaðarráðherra til laga um Kárahnjúkavirkjun og stækkun Kröfluvirkjunar.

FUNDUR hefst á Alþingi í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 10.30. Stærsta og viðamesta dagskrármálið er frumvarp iðnaðarráðherra til laga um Kárahnjúkavirkjun og stækkun Kröfluvirkjunar. Hefur forseti Alþingis látið þau boð út ganga að komið geti til þess að fundur standi í allan dag og fram á kvöld vegna þessa máls.

Í upphafi þingfundar verður hins vegar umræða utan dagskrár um nýlegar uppsagnir á Múlalundi. Málshefjandi er Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en Páll Pétursson félagsmálaráðherra er til andsvara.