Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, fyrir miðju, afhenti styrkina í Nesstofu til Kolbrúnar S. Ingólfsdóttur, t.v., og Þórunnar Guðmundsdóttur.
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, fyrir miðju, afhenti styrkina í Nesstofu til Kolbrúnar S. Ingólfsdóttur, t.v., og Þórunnar Guðmundsdóttur.
TVEIR sagnfræðingar hlutu nýlega styrk til ritunar á sögu heilbrigðismála hér á landi, þær Kolbrún S. Ingólfsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir, sem fengu 100 þúsund krónur hvor.

TVEIR sagnfræðingar hlutu nýlega styrk til ritunar á sögu heilbrigðismála hér á landi, þær Kolbrún S. Ingólfsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir, sem fengu 100 þúsund krónur hvor. Styrkirnir voru afhentir í Nesstofu af Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði en að þeim stóðu Þjóðminjasafn Íslands, Lækningaminjasafnið í Nesstofu og Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar.

Kolbrún er að skrifa ritgerð um sögu Nesstofu og Þórunn að kynna sér þróun ungbarnadauða á Íslandi. Þær voru þær einu sem sóttu um styrk og ákvað dómnefnd að skipta honum á milli þeirra.

Síðastliðið sumar voru tíu ár liðin frá andláti prófessors Jóns Steffensen og var styrkurinn veittur af því tilefni til að heiðra minningu hans. Jón hafði umsjón með Lækningaminjasafninu í Nesstofu frá upphafi og vann ötullega að málefnum þess. Hann átti jafnframt frumkvæði að stofnun Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar árið 1964 og hefur félagið verið safninu traustur bakhjarl, að því er segir í fréttatilkynningu.