EINN frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði 16. febrúar er Vilborg Gunnarsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri.

EINN frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði 16. febrúar er Vilborg Gunnarsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri. Ég kynntist Vilborgu þegar hún slóst í lið með okkur í bæjarmálaflokknum á Akureyri fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

Það kom fljótt í ljós að hún stóð fyllilega undir því orði sem af henni fór. Hún reyndist sérlega duglegur bæjarfulltrúi, framtakssöm og heiðarleg. Það er gott að vinna með fólki sem kemur til dyranna eins og það er klætt og er að auki tilbúið til að leggja á sig þá vinnu sem til þarf til að gera gott sveitarfélag betra. Vilborg var formaður nefndar sem fjallaði um skipulags- og byggingarmál og sýndi þar bæði frumkvæði og dugnað.

Ég skora á Hafnfirðinga að bæta Vilborgu í fríðan flokk bæjarfulltrúa í Hafnarfirði með því að veita henni brautargengi í prófkjörinu um næstu helgi.

Þórarinn B. Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, skrifar: