ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ísland er í 54. sæti en var í 52. sæti fyrir mánuði síðan. Engar breytingar eru á tólf efstu sætunum.
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ísland er í 54. sæti en var í 52. sæti fyrir mánuði síðan. Engar breytingar eru á tólf efstu sætunum. Frakkland er sem fyrr í efsta sæti og á eftir koma Argentína, Brasilía, Portúgal, Kólumbía, Ítalía, Spánn, Holland, Mexíkó, England, Júgóslavía og Þýskaland, í tólfta sæti. Bandaríkjamenn taka gott stökk og fara úr 24. sætinu í það ellefta. Hástökkvarar listans eru Kamerúnar, nýkrýndir Afríkumeistarar. Þeir hækka sig upp um heil nítján sæti, fara úr 37. sæti í 18. Þegar litið er á stöðu andstæðinga Íslendinga í undankeppni EM eru Þjóðverjar í 12. sæti, Skotar í 51. sæti, Litháar í 96. sæti og Færeyingar í 119. sæti.