ÚLFHAMS SAGA segir frá Hálfdani vargstakki Gautakonungi og Úlfhami syni hans og átökum þeirra feðga við menn og vættir. Sagan er varðveitt í gömlum rímum, auk þriggja lausamálsgerða frá 17., 18. og 19.
ÚLFHAMS SAGA segir frá Hálfdani vargstakki Gautakonungi og Úlfhami syni hans og átökum þeirra feðga við menn og vættir. Sagan er varðveitt í gömlum rímum, auk þriggja lausamálsgerða frá 17., 18. og 19. öld, sem allar byggjast, beint eða óbeint, á efni rímnanna. Rímurnar hafa ýmist verið nefndar Úlfhams rímur eða Vargstökur og eru m.a. í rímnahandritinu AM 604 4to frá 16. öld. Allar varðveittar gerðir sögunnar, þ.e. rímurnar og prósagerðirnar þrjár, eru prentaðar í útgáfu þessari. Um er að ræða textafræðilega útgáfu, þar sem textar eru prentaðir stafrétt eftir elstu handritum og orðamunur annarra handrita neðanmáls.

Aðalheiður Guðmundsdóttir bjó bókina til prentunar. Hún er f. 1965, lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1989 og cand.mag.-prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 1993. Hún hefur unnið að ýmsum verkefnum, birt greinar um miðaldabókmenntir og þjóðfræði og verið stundakennari við Háskóla Íslands.

Útgefandi er Stofnun Árna Magnússonar. Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Verð: 3.800 kr.