"ÞAÐ verður að teljast athyglisvert að nemendur sem enn eru í framhaldsskóla skuli vinna til verðlauna í keppni háskólanema, en Verzlunarskólanemendurnir Andri Guðmundsson, Ingi Sturla Þórisson og Elvar Már Pálsson gerðu sér lítið fyrir og hrepptu...

"ÞAÐ verður að teljast athyglisvert að nemendur sem enn eru í framhaldsskóla skuli vinna til verðlauna í keppni háskólanema, en Verzlunarskólanemendurnir Andri Guðmundsson, Ingi Sturla Þórisson og Elvar Már Pálsson gerðu sér lítið fyrir og hrepptu fyrstu verðlaun í hinni árlegu hönnunarkeppni félags véla- og iðnaðarverkfræðinema sem fram fór í Háskóla Íslands, nýverið.

Veitt voru þrenn verðlaun: Fyrir að fara brautina á sem skemmstum tíma. Bestu hönnunina. Frumlegustu hönnunina.

Verzlingarnir þrír fengu 1. verðlaun fyrir bestu hönnun.

Keppendur áttu að hanna farartæki sem færi ákveðna vegalengd, yfir gat og ofan í vatn á sem skemmstum tíma. Verzlingarnir bjuggu til svokallaðan beltabíl (skriðdreka) og náðu að koma honum umrædda vegalengd á besta tímanum. Eina sem vantaði var að farartækið stöðvaðist ekki á endapallinum," segir í fréttatilkynningu frá VÍ.